Fótbolti

Hólmar frá næstu mánuði með rifið krossband

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það verður lítið um skokk með landsliðsfélögunum á næstunni hjá Hólmari
Það verður lítið um skokk með landsliðsfélögunum á næstunni hjá Hólmari vísir/vilhelm
Hólmar Örn Eyjólfsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, mun ekki spila knattspyrnu næstu mánuðina. Fremra krossband og ytra liðband miðvarðarins eru rifin.

Þetta kom í ljós við læknisskoðun í gærkvöld að sögn Eyjólfs Sverrissonar, föður Hólmars og þjálfara U-21 árs landsliðs Íslands.

Hólmar Örn var í byrjunarliði Íslands í síðustu tveimur landsleikjum, vináttuleiknum gegn Frökkum ytra og tapinu fyrir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli.

Hólmar spilar með Levski Sofia í Búlgaríu og hann meiddist í bikarleik með félaginu á miðvikudag.

„Ég fann eitthvað snúast í hnénu og sársauka sem fylgdi,“ sagði Hólmar við mbl.is á miðvikudag.

Ljóst er að Hólmar verður ekki með Íslandi í síðasta leiknum í Þjóðadeildinni gegn Belgum ytra í nóvember og þá missir hann einnig af fyrstu leikjum undankeppni EM 2020 sem hefst í mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×