Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Rtistjórn skrifar
Gerð hefur verið krafa um gæsluvarðhald yfir karli og konu sem voru handtekin á vettvangi brunans við Kirkjuveg á Selfossi í gær. Karlinn er eigandi hússins. Tvennt lést í brunanum en þau voru gestkomandi í húsinu. Jóhann K. Jóhannsson hefur verið á Selfossi í dag og rætt við lögreglu, slökkviliðsstjórann og íbúa um málið og verður fjallað ítarlega um það í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Einnig fjöllum við um átján tillögur samráðshóps umhverfisráðherra er varða notkun plasts hér á landi en nái þær fram að ganga verður bylting í plastnotkun innan fárra ára. Til dæmis verða plastpokar og mataráhöld bönnuð.

Við ræðum einnig við kennaranema sem varð fyrir kynferðisofbeldi á menntaskólaárum sem segir skorta sárlega fræðslu um mismunandi birtingarmyndir ofbeldis.

Við fjöllum einnig um rafbílavæðingu á Íslandi, mögulegar sviptingar í norskum stjórnmálum, hitum upp fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum og sýnum frá setumótmælum stúdenta við Háskóla Íslands.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×