Fótbolti

Biðjast afsökunar á því að hafa logið um dauða eins leikmanns síns

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hin liðin í deildinni minntust leikmanns sem var ekkert dáinn.Myndin tengist ekki fréttinni.
Hin liðin í deildinni minntust leikmanns sem var ekkert dáinn.Myndin tengist ekki fréttinni. Vísir/Getty
Írska fótboltafélagið Ballybrack FC hefur þurft að biðjast opinberlega afsökunar á fölskum fréttum frá félaginu.

Ballybrack FC hafði tilkynnt Leinster Senior deildinni að Fernando Nuno La-Fuente, leikmaður Ballybrack FC, hafi látist í umferðaslysi.

Félög í deildinni voru í framhaldinu með mínútuþögn um umræddan leikmann fyrir leiki sína en seinna koma í ljós að leikmaðurinn var ekkert dáinn.





Leik Ballybrack FC liðsins á móti Arklow Town hafði verið frestað og öll önnur félög minntust hans fyrir sína leiki.

Fljótlega fóru að vakna grunnsemdir um að La-Fuente væri á lífi og hann fannst síðan í fullu fjöri á Spáni sem er hans heimaland.





Forráðamenn Leinster Senior deildarinnar hafa nú sett á stað rannsókn til að komast að því hvernig svona misskilningur gat orðið.

Deildin hafði meira segja birt minningarorð um Fernando Nuno La-Fuente í írsku blaði þar sem forráðamenn hennar sendu fjölskyldu La-Fuente samúðarkveðjur.

Fjölskyldan hafði þá samband og tilkynnti að La-Fuente væri á lífi. Hvort hann spili aftur fyrir Ballybrack FC er kannski ekki mjög líklegt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×