Fótbolti

Ashley Cole einn af sjö sem þurfa að taka pokann sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ashley Cole.
Ashley Cole. Vísir/Getty
Framtíð Ashley Cole hjá Los Angeles Galaxy er ráðin en þessi fyrrum landsliðsmaður Englendinga fær ekki annan samning hjá bandaríska félaginu.

Galaxy ætlar að losa sig við sjö leikmenn og er Cole einn af þeim. Galaxy átti möguleika að bæta einu ári við samkvæmt ákvæði í samningnum við Cole en félar mun ekki nýta sér hann.

Ashley Cole er orðinn 37 ára gamall en hann gerði garðinn frægann hjá bæði Arsenal og Chelsea áður en hann samdi við Los Angeles Galaxy árið 2016.





Los Angeles Galaxy gerði Cole að fyrirliða liðsins í mars en tveimur mánuðum fyrr hafði hann framlengt samning sinn um eitt ár.

Cole lék alls 86 leiki fyrir Galaxy og skoraði í þeim þrjú mörk. Ashley Cole vann sextán titla með Arsenal og Chelsea þar af Meistararadeildina einu sinni, Evrópudeildina einu sinni, enska bikarinn sjö sinnum og ensku deildina þrisvar. Cole náði aftur á móti ekki að vinna titil með Los Angeles Galaxy.

Zlatan Ibrahimovic verður áfram hjá félaginu en hann er einn af sextán leikmönnum sem er á sextán manna leikmannalista félagsins fyrir 2019-tímabilið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×