Enski boltinn

Fyrrum varnarmaður Swansea látinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Austin í leik með Svönunum.
Austin í leik með Svönunum. vísir/getty
Kevin Austin, fyrrum varnarmaður Swansea, er látinn eftir baráttu við krabbamein í brisi sem hann greindist með í fyrra. Hann lést langt fyrir aldur fram, 45 ára gamall.

Austin lét lífið á föstudagskvöldið en hann hafði þjálfað í yngri liðum Scunthorpe United undanfarin ár eftir að hafa spilað með Swansea frá 2004 til 2008.

„Swansea hefur verið í sambandi við fjölskyldu Kevin sem vildi koma því áfram að félagið átti alltaf stað í hjarta Kevins,“ segir í tilkynningu frá Swansea.

„Þau vildu þakka öllum fyrir falleg orð og stuðninginn en þau hafa óskað eftir næði á þessum sorgmæddu tímum.“

Austin náði að spila 150 leiki fyrir Swansea og átti meðal annars þátt í því að koma liðinu upp úr D-deildinni timabilið 2004/2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×