Fótbolti

Sigur hjá Hirti, jafntefli hjá Alberti en tap hjá Rostov

Anton Ingi Leifsson skrifar
Albert í leiknum í kvöld.
Albert í leiknum í kvöld. vísir/getty
Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar sem gerði 2-2 jafntefli við VVV-Venlo í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

AZ leiddi 2-0 eftir fimmtán mínútur en Peniel Mlapa minnkaði muninn fyrir Venlo í fyrri hálfleikinn sem jöfnuðu svo metin í uppbótartíma í síðari hálfeik.

Albert var tekinn af velli eftir 72 mínútur en Alkmaar er í sjöunda sæti deildarinnar. Með sigri hefðu þeir farið upp í fimmta sætið svo svekkjandi jafntefli.

Rostov tapaði 2-0 fyrir toppliði Zenit frá Pétursborg er liðið mættust í rússnesku úrvalsdeildinni en allir fjórir Íslendingarnir tóku þátt í leiknum fyrir Rostov.

Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason spiluðu allan leikinn en Björn Bergmann Sigurðarson spilaði fyrstu 86 mínúturnar. Viðar Örn Kjartansson kom inn sem varmaaður á 66. mínútu en Rostov er í fimmta sætinu.

Hjörtur Hermannsson hafði betur gegn Eggerti Gunnþóri Jónssyni er Bröndby vann 2-0 sigur á SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í dag en leikið var í SönderjyskE.

Hany Mukhtar kom Bröndby yfir strax á sjöundu mínútu og það var svo á 78. mínútu er Pólverjinn Kamil Wilczek tvöfaldaði forystuna eftir hörmuleg mistök í vörn heimamanna.

Eggert spilaði fyrstu 69 mínúturnar fyrir SönderjyskE sem er í áttunda sætinu en Hjörtur Hermannsson kom inn sem varamaður fyrir Bröndby á 89. mínútu. Þeir gulu eru komnir upp í fimmta sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×