Fótbolti

Boca og River mætast ekki í kvöld: Frestað öðru sinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mikil öryggisgæsla.
Mikil öryggisgæsla. vísir/getty
Ekkert verður úr því að Boca Juniors og River Plate mætist í kvöld en síðari leikur liðanna í úrslitarimmunni um Copa Libertadores átti að fara fram í kvöld.

Upphaflega átti leikurinn að fara fram í gær en eftir að stuðninsgmenn River Plate réðust á rútu Boca var ákveðið að fresta leiknum þangað til í kvöld.

Boca mótmælti því harðlega og sagði að leikmenn liðsins væru einfaldlega ekki tilbúnir í að spila leikinn eftir allt það sem gekk á í gær en meira má lesa um það hér.

Nú hefur Commebol, knattspynusambandið í Suður-Ameríku, ákveðið að fresta leiknum öðru sinni og biðin verður því lengri eftir því að sjá hvaða lið vinnur Meistaradeild Suður-Ameríku.

Fyrri leikur liðanna fór fram 2-2 en óvíst er hvenær síðari leikurinn fer fram.   




Fleiri fréttir

Sjá meira


×