Enski boltinn

Hazard: Þetta var vítaspyrna

Dagur Lárusson skrifar
Hazard í baráttunni.
Hazard í baráttunni. vísir/getty
Eden Hazard var alls ekki sáttur með spilamennsku Chelsea gegn Tottenham í gær þar sem Tottenham valtaði nánast yfir Chelsea.

 

Hazard segir að svona frammistaða sæmi Chelsea ekki og segir hann að allir í liðinu hafi átt vondan dag en hann telur þó að hann hafi átt að fá vítaspyrnu.

 

,,Fyrra atvikið var klárlega vítaspyrna,“ sagði Hazard.

 

,,Þetta er auðvitað ákvörðun dómarans, stundum dæma þeir rétt en stundum ekki, en ég get ekki áfellst hann, þetta er hluti af leiknum og ég vil ekki leitast eftir afsökunum, við spiluðum bara illa.“

 

,,Þetta snérist ekki eingöngu um vítaspyrnuna, allt liðið spilaði illa. Þeir eru með heimsklassa leikmenn og eru með gott lið sem við sáum á síðasta tímabili á Stamford Bridge. Við vorum heldur niðurlútir eftir leikinn en við verðum að halda hausnum uppi, æfa vel og vinna næsta leik.“

 

Hazard telur að hæg byrjun síns liðs hafi kostað þá leikinn.

 

,,Við byrjuðum leikinn mjög illa og fengum á okkur tvö mörk strax í byrjun. Gegn svona liði, að lenda 2-0 undir, þá er erfitt að koma til baka.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×