Enski boltinn

Sarri: Algjör hörmung

Dagur Lárusson skrifar
Sarri á hliðarlínunni.
Sarri á hliðarlínunni. vísir/getty
Maurizio Sarri var alls ekki sáttur eftir fyrsta tap Chelsea á leiktíðinni gegn Tottenham í gær en hann lýsti spilamennsku sinna manna sem algjörri hörmung.

 

Tottenham var með yfirhöndina strax frá fyrstu mínútu og var augljóst í hvað stefndi. Dele Alli skoraði á áttundu mínútu, Harry Kane á sextándu og Son skoraði síðan frábært mark í seinni hálfleiknum. 

 

Þessi leikur endaði 18 leikja taplausa hrinu hjá Chelsea en telur Sarri að liðið hafi einfaldlega gert of mörg varnarmistök.

 

„Við verðum einfaldlega að reyna að gera betur vegna þess að varnaleikur okkar í dag var algjör hörmung.“

 

„Ekki aðeins varnarlínan sjálf heldur varnarleikur allra leikmannana í liðinu, það varðist enginn vel.“

 

„Uppstilling þeirra kom okkur á óvart því þeir spiluðu 4-3-1-2 og eftir fimm mínútur var alveg ljóst í hvað stefndi.“

 

„Fyrsta hálftímann áttum við virkilega erfitt með það að ná boltanum út úr okkar vallarhelming. Að missa boltann á þínum vallarhelming er alltaf mjög hættulegt gegn Tottenham vegna þeirra frábæru skyndisókna sem gerir þá eitt af sterkustu liðinum í Evrópu.“

 

Sarri var síðan spurður út í atvikið þar sem Juan Foyth braut heldur augljóslega á Eden Hazard innan vítateigs en hann telur þó að það hefði ekki breytt neinu.

 

„Ég held að það hefði ekki breytt neinu. í 90. mínútur var of mikill munur á liðunum og þess vegna held ég að það hefði ekki breytt neinu.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×