Enski boltinn

Mourinho: Það vantaði hugrekki

Dagur Lárusson skrifar
Frá leiknum í gær.
Frá leiknum í gær. vísir/getty
José Mourinho, stjóri Manchester United, gagnrýndi leikmenn sína eftir jafntefli liðsins gegn Crystal Palace en hann sakaði þá um að sýna ekki nægilega mikið hugrekki.

 

United er nú fjórtán stigum á eftir grönnum sínum í Manchester City eftir leiki gærdagsins en United náði einfaldlega ekki að skapa sér almennileg færi þrátt fyrir að vera mikið meira með boltann.

 

Eftir leikinn sagði Mourinho að leikmenn sínir hafi ekki sýnt það að þessi leikur hafi skipt þeim nægilega miklu máli.

 

„Ekki nægilega mikill hraða, ekki nægilega mikill vilji, og þess vegna tel ég að við höfum spilað þennan leik bara til þess að komast í gegnum hann, en þessi leikur var mikilvægur því við þurfum að vinna hann.“

 

„Þeim skorti einnig hugrekki, þú verður að spila með greind en einnig með hugrekki og í þetta sinn var ekki nægilegt hugrekki til staðar.“

 

Mourinho var síðan spurður út það hvað gæti verið lausnin við þessu vandamáli.

 

„Hver er lausnin? Þú getur nú ekki breytt persónuleika leikmanna. Lausnin er líklega sú að ég þarf að taka ákvarðanir útfrá hugrekki sem ég sé hjá ákveðnum leikmönnum.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×