Fótbolti

Rúnar Alex hélt hreinu og fyrsti sigur Henry

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar Alex í leik með Dijon.
Rúnar Alex í leik með Dijon. vísir/getty
Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina vel í marki Dijon sem gerði markalaust jafntefli við Bordeaux í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Það hefur illa gengið hjá Dijon að safna stigum að undanförnu en liðið hefur einungis náð í þrjú stig af síðustu 33. Liðið hefur ekki haldið hreinu síðan 22. september.

Dijon er komið í fallsæti og er nú í átjánda sæti úrvalsdeildarinnar, umspilssæti um fall, en Bordeaux er í ellefta sætinu.

Mónakó var sinn fyrsta sigur undir stjórn Thierry Henry er liðið vann 1-0 sigur á Caen. Radamel Falcao skoraði sigurmarkið á 55. mínútu en Mónakó er í nítjánda sætinu, fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×