Enski boltinn

Írar að ráða þjálfara | Heimir ekki á blaði

Anton Ingi Leifsson skrifar
McCarthy er að mæta í annað skiptið til þess að taka við Írlandi.
McCarthy er að mæta í annað skiptið til þess að taka við Írlandi. vísir/getty
Knattspyrnusamband Írlands er við það að landa samning við Mick McCarthy um að taka við írska landsliðinu. Þetta segir Sky Sports fréttastofan.

Sambandið vill ráða þjálfara áður en dregið verður í riðla um næstu helgi en drátturinn fer fram annan laugardag í Dublin er dregið verður i undankeppni EM 2020.

Martin O’Neill og Roy Keane fengu ekki nýjan samning eftir Þjóðadeildina en Írland hefur einungis unnið einn af síðustu ellefu leikjum sínum.

Taki McCarthy við stjórnartaumunum hjá Írlandi verður þetta í annað skiptið sem hann er þar þjálfar en hann þjálfaði einnig liðið frá 1996 til 2002 og fór meðal annars í 16-liða úrslitin á HM 2002.

Einhverjir miðlar og sparkspekingar á Írlandi vildu fá Heimi Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands, í starfið en svo verður ekki.

Chris Hughton, stjóri Brighton, var einnig á blaði hjá írska sambandinu en hann er talinn hafa sagt nei. Því stendur McCarthy einn eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×