Enski boltinn

Mourinho vill vera í topp fjórum í janúar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að liðið stefni á það að vera í einu af efstu fjórum sætunum í ensku úrvalsdeildinni er janúar mánuður rennur í garð.

United er sem stendur í áttunda sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir Tottenham sem er í fjórða sætinu, en nú fer senn að líða að jólatörninni í enska boltanum þar sem er þétt spilað.

„Þetta er stórt bil en þangað til í enda desember spilum við átta leiki ef mér skjátlast ekki. Við erum að tala um 24 stig sem við munum berjast fyrir og einnig liðin í topp fjórum. Ég trúi því að við verðum þarna,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi dagsins.

Unitd mætir Crystal Palace á morgun og Mourinho hefur staðfest það að Anthony Martial og Marouane Fellaini verði báðir klárir í slaginn en þeir voru ekki með landsliðum sínum í síðustu viku.

„Martial var með okkur. Hann fór ekki með landsliðinu. Þeir vissu af vandamálinu og þeir gáfu leyfi á það að hann væri með okkur og hann lagði hart að sér.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×