City kláraði West Ham í fyrri hálfleik

Dagur Lárusson skrifar
Liðsmenn City fagna.
Liðsmenn City fagna. vísir/getty
Manchester City hélt áfram með sína leiftrandi fallegu knattspyrnu í stórsigri á West Ham á Ólumpíuleikvangnum í dag.

 

Liðsmenn City voru ekkert að tvínóna við hlutina og náði þeir forystunni strax á 11. mínútu en það var galdramaðurinn David Silva sem skoraði markið eftir flott spil gestanna.

 

Átta mínútum seinna var komið að Raheem Sterling að skora en þá lék Leroy Sané á nokkra leikmenn West Ham, gaf fyrir á Sterling sem gat lítið annað gert en að setja boltann í netið.

 

Áður en flautað var til hálfleiksins kom Sané síðan City í 3-0 eftir að hann plataði Balbuena upp úr skónum. Staðan 0-3 í hálfleiknum.

 

City hélt yfirburðum sínum í seinni hálfleiknum en þrátt fyrir það áttu liðsmenn West Ham sín færi en einfaldlega náðu ekki að nýta sér þau.

 

City gerði síðan endanlega út um leikinn rétt fyrir leikslok en þá skoraði Leroy Sané sitt annað mark og kórónaði frábæran leik sinn.

 

Lokatölur í London því 0-4 fyrir City sem heldur áfram velgengi sinni í deildinni og situr í efsta sæti deildarinnar með 35 stig á meðan West Ham er í þrettánda sæti með tólf stig.

Viðtal við Guardiola
 
Viðtal við Pellegrini




Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira