Gylfi hetja Everton gegn Aroni og félögum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi er sjóðandi.
Gylfi er sjóðandi. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Everton er liðið vann 1-0 sigur á Cardiff í þrettándu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Goodison Park í dag.

Markalaust var í hálfleik og allt þangað til á 59. mínútu. Neil Etheridge varði skot Theo Walcott en boltinn datt fyrir Gylfa sem gat ekki annað en skorað. 1-0.

Everton var mun hættulegri aðilinn í leiknum og Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff komust lítt áleiðis en lokatölur 1-0 sigur heimamanna. Sjötta mark Gylfa á leiktíðinni.

Everton er með sigrinum komið upp í sjötta sæti deildarinnar, upp fyrir Manchester United en Gylfi spilaði allan leikinn fyrir Everton í dag.

Aron Einar spilaði einnig allan leikinn fyrir Cardiff sem er í fallsæti eins og stendur með átta stig en einungis eitt stig er upp í fjórtánda sætið.





Viðtal við Marco Silva


Viðtal við Neil Warnock


Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira