Fótbolti

McCarthy fundar með Írum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mick McCarthy.
Mick McCarthy. vísir/getty
Mick McCarthy gæti verið að taka við írska landsliðinu á nýjan leik en samkvæmt heimildum Sky Sports mun hann funda með írska knattspyrnusambandinu um helgina.

Írar eru í þjálfaraleit eftir að hafa rekið þjálfarann, Martin O'Neill, sem og aðstoðarmann hans, Roy Keane, í vikunni.

McCarthy var landsliðsþjálfari Írlands frá 1996 til 2002. Hann var þjálfari liðsins þegar Roy Keane fór heim frá liðinu fyrir HM 2002 eins og flestir muna eftir.

Knattspyrnusamband Írlands hefur sagt að fleiri þjálfarar komi til greina í starfið og verður væntanlega rætt við þá í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×