Enski boltinn

Liverpool mun slakara á síðasta hálftímanum en City og Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah og félagar í Liverpool gefa eftir í lok leikja,
Mohamed Salah og félagar í Liverpool gefa eftir í lok leikja, Vísir/Getty
Þrjú lið í ensku úrvalsdeildinni hafa enn ekki tapað leik á leiktíðinni en þetta eru Manchester City, Liverpool og Chelsea. Þau enda hinsvegar leiki sína misjafnlega vel.

Manchester City er á toppnum með tveimur stigum meira en Liverpool og fjórum stigum meira en Chelsea. Saman eru þessi þrjú efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar með 27 sigra, 9 jafntefli og 0 töp í fyrstu tólf umferðunum.

Markatala Manchester City er frábær á öllum tímum leiksins og leiða þeir deildina á fyrsta hálftímanum (+10), um miðjan leikinn (+9) sem og á síðasta hálftímanum (+12).

Chelsea er aðeins á eftir Manchester City og Liverpool á fyrsta klukkutíma leikja sinna (+8) en markatala Chelsea-manna er aftur á móti frábær á síðasta hálftímanum (+11).

Liverpool-liðið er með frábæra markatölu fyrstu sextíu mínútur leikja sinna (+15) en það gengur mun verr hjá lærsiveinum Jürgen Klopp á síðustu þrjátíu mínútunum (+3).

Liverpool liðið leggur því grunninn að góðum úrslitum á fyrsta klukkutímanum en Chelsea menn eru aftur á móti að klára leiki sína í lokin. Manchester City er frábært allan leikinn enda með marktölu á tímabilinu upp á +31.

Hér fyrir neðan er nánari útlistun á þessari tölfræði yfir markatölu liðanna eftir ákveðnum hluta leikjanna. Það má líka finna enn frekar pælingar hjá Guardian með því að smella hér.



Samanburður á taplausu liðunum í ensku úrvalsdeildinni í fyrstu 12 umferðunum:

Markatalan á fyrsta klukkutímanum (0.+60. mín)

+19 Manchester City (24-5)

+15 Liverpool (16-1)

+8 Chelsea (13-5)

Markatalan á síðasta hálftímanum: (61.-90. mín.)

+12 Manchester City (12-0)

+11 Chelsea (14-3)

+3 Liverpool (7-4)



Besta markatalan í ensku úrvalsdeildinni á fyrsta hálftímanum: (0.-30. mín.)

+10 Manchester City (12-2)

+6 Liverpool (7-1)

+5 Chelsea (6-1)

+5 Bournemouth (6-1)

+4 Tottenham (6-2)

Besta markatalan í ensku úrvalsdeildinni um miðjan leik: (31.-60. mín.)

+9 Manchester City (12-3)

+9 Liverpool (9-0)

+6 Arsenal (10-4)

+4 Tottenham (7-3)

+3 Chelsea (7-4)

Besta markatalan  í ensku úrvalsdeildinni á síðasta hálftímanum: (61.-90. mín.)

+12 Manchester City (12-0)

+11 Chelsea (14-3)

+7 Arsenal (13-6)

+5 Everton (9-4)

+4 Leicester (9-5)

+3 Liverpool (7-4)

+3 Wolves (7-4)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×