Fótbolti

Leikur River Plate og Boca Juniors fer fram á Santiago Bernabeu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ætli þessi mæti til Madrid?
Ætli þessi mæti til Madrid? Vísir/Getty
Seinni úrslitalikur River Plate og Boca Juniors um Copa Libertadores bikarinn hefur fengið nýjan samastað. Leikurinn verður nú spilaður á heimavelli Real Madrid á Spáni eða í tæplega tíu þúsund kílómetra fjarlægð frá upphaflegum leikstað.

Leikurinn átti að fara fram á heimavelli River Plate í Buenos Aires en bæði liðin koma frá höfuðborg Argentínu. Ekkert varð hinsvegar af leiknum eftir að stuðningsmenn River Plate réðust á liðsrútu Boca Juniors.





Nokkrir leikmenn Boca Juniors fengu glerbrot í sig og aðrir urðu fyrir miklum óþægindum vegna táragass lögreglu. Leiknum var fyrst seinkað, svo frestað um sólarhring og svo aftur frestað um óákveðinn tíma. Nú er nýr leikdagur 9. desember næstkomandi.

Knattspyrnusamband Suður-Ameríu, Conmebol, hafnaði beiðni Boca Juniors um að River Plate yrði dæmt úr keppni vegna hegðunnar stuðningsmanna sinna en River Plate fékk aftur á móti 50 milljón króna sekt.

Það kom til greina að fara með leikinn til Paragvæ, til Brasilíu, til Bandaríkjanna eða til Katar auk þess sem ítalska borgin Genoa bauðst til að hýsa leikinn. Niðurstaðan var að fara með hann til höfuðborgar Spánar.





Stuðningsmenn beggja liða munu fá jafnmarga miða á leikinn en hversu margir hafa efni á því eða tíma til að ferðast yfir Atlantshafið verður að koma í ljós.

Þetta er í fyrsta sinn sem þessir argentínsku erkifjendur mætast í Copa Libertadores sem er samskonar keppni og Meistaradeildin í Evrópu. Margir litu því á þessa viðureign sem þá stærstu í 127 ára sögu argentínska fótboltann.

Mister Chip benti mönnum á það að Santiago Bernabeu hafi nú hýst alla helstu úrslitaleiki í fótboltaheiminum ein sog sjá má hér fyrir neðan.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×