Fótbolti

EM kvenna haldið í Englandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hollendingar eru ríkjandi Evrópumeistarar
Hollendingar eru ríkjandi Evrópumeistarar vísir/Getty
Evrópumót kvenna í fótbolta sumarið 2021 verður haldið í Englandi. Knattspyrnusamband Evrópu staðfesti þetta í dag.

England var eina þjóðin sem lagði inn umsókn um að halda mótið en varð þó að standast gæðakröfur UEFA áður en umsóknin yrði samþykkt.

Úrlsitaleikurinn verður haldinn á Wembley leikvanginum í Lundúnum, en úrslitaleikur EM 2020 karla fer einnig fram á Wembley.

Aðrir leikvangar sem hafa verið nefndir til sögunnar eru meðal annars heimavellir Brighton, MK Dons, Peterborough og heimavöllur akademíu Manchester City.





Dregið verður í undankeppni EM þann 22. febrúar næst komandi og mun undankeppnin hefjast í ágúst á næsta ári. Keppt verður í níu riðlum þar sem efsta liðið í hverjum riðli og þrjú bestu liðin í öðru sæti fara beint á mótið.

Hin sex liðin í öðru sæti mætast í umspili um síðstu þrjú sæti mótsins.

Ísland hefur komist á síðustu þrjú Evrópumót og mun freista þess að mæta til Englands eftir þrjú ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×