Fótbolti

River Plate neitar að spila seinni úrslitaleikinn í Madríd

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Úr fyrri úrslitaleik liðanna
Úr fyrri úrslitaleik liðanna vísir/getty
River Plate neitar að spila seinni úrslitaleikinn í Copa Libertadores, Meistaradeild Suður-Ameríku í Madríd. Seinni leikur liðanna átti að fara fram á heimavelli River Plate, en honum var frestað, og að lokum færður á annan leikvang vegna óláta stuðningsmanna.



River Plate og Boca Juniors eigast við í úrslitaeinvíginu en liðin eru einhverjir mestu erkifjendur fótboltans.



Þetta er í fyrsta sinn sem liðin mætast í úrslitaeinvígi Meistaradeildarinnar en liðin hafa eldað grátt silfur um langa tíð.



Fyrri leikur liðanna fór fram á heimavelli Boca Juniors og lauk hann með 2-2 jafntefli. Allt er því opið fyrir seinni leikinn og mikið undir.



Fyrir seinni leikinn, sem átti að fara fram á heimavelli River Plate, réðust fótboltabullur River plate á liðsrútu Boca og særðust nokkrir leikmenn liðsins í árásinni.



Í kjölfar þess neitaði Boca að spila leikinn og var honum frestað. Var ákveðið að færa leikinn á annan leikvang og varð Santiago Bernabeu, heimavöllur Real Madrid fyrir valinu.



River Plate er ekki sátt við þá ákvörðun Suður-Ameríska knattspyrnusambandsins og neitar félagið að leika í höfuðborg Spánar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×