Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 höldum við áfram að fjalla um mál Kviku banka en stjórnarmaður í bankanum sætir nú rannsókn vegna meintra umboðssvika. Þá hefur fjármálafyrirtæki sem forstjórinn stjórnaði verið rannsakað af breska fjármálaeftirlitinu.

Við fylgjumst einnig með fundi samninganefndar Eflingar en það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á þeim fundi.

Einnig segjum við frá því að skurðstofunni á sjúkrahúsinu á Selfossi verður lokað um áramótin þar sem svæfingarlæknirinn er að fara á eftirlaun. Við fjöllum einnig um dóma vegna peningaþvættis í samhengi við mál Júlíusar Vífils en í sjötíu prósent tilfella er krafist upptöku fjár, svo var ekki í máli Júlíusar.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×