Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Prestur innflytjenda segir það gerast í auknum mæli að flóttamenn, sem hafi fengið dvalarleyfi í Grikklandi, leiti til Íslands þar sem aðstæður þar séu óviðunandi. Rætt verður við prestinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir en hann vill að stjórnvöld endurskoði reglur um endursendingar til Grikklands.

Breskir fjölmiðlar hafa mikið fjallað um banaslysið við Núpsvötn en farþegar bifreiðarinnar sem valt út af voru allir breskir ríkisborgarar af indverskum uppruna. Við greinum frá stöðu mála við rannsókn slyssins í fréttatímanum.

Einnig verður rætt við íslenska konu sem varð fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi í Tyrklandi fyrir nokkrum árum. Það tók hana langan tíma að vinna úr reynslunni sem hún leitast nú við að nýta til að styðja aðra sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi.

Lögreglu og neytendastofu hafa borist tilkynningar um ólöglega flugelda sem eru í sölu hér á landi og hefur sölubann verið lagt á einstaka vörur. Í fréttatímanum verður rætt við flugeldasala sem segist finna fyrir því að afar virkt eftirlit sé með sölu flugelda. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar sem hefjast klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×