Enski boltinn

Guardiola segir Liverpool og Tottenham betri en City

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pep Guardiola á hliðarlínunni á King Power leikvanginum í dag.
Pep Guardiola á hliðarlínunni á King Power leikvanginum í dag. vísir/getty
Manchester City er komið sjö stigum á eftir toppliði Liverpool og Pep Guardiola, stjóri liðsins, segir liðin tvö fyrir ofan City í töflunni séu einfaldlega betri í dag.

City tapaði gegn Leicester á útivelli í dag og þetta var annað tap liðsins í röð en liðið tapaði gegn Crystal Palace um helgina.

„Tottenham og Liverpool eiga þetta skilið. Þau vinna leiki og við vinnum ekki leiki svo bilið verður meira. Á síðasta tímabili vorum við stöðugir að ná í stig og á þessari leiktíð hafa sérstaklega Liverpool og Tottenham verið mjög góð,“ sagði Guardiola.

„Fyrri umferðin kláraðist í dag og við erum með þessi tvö töp en við höfum gert nóg til þess að verða meistarar. Við höfum unnið fullt af stigum en önnur lið hafa einnig náð í mikið af stigum.“

„Þau eru betri en við á þessum tímapunkti. Við verðum að átta okkur á því og það er mikilvægt fyrir okkur að játa það,“ sagði Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×