Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Jóhann K. Jóhannsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá því að Isavia gerir ráð fyrir tæplega tíu prósenta samdrætti í komu farþega til landsins fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Gangi áætlanir eftir má gera ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um allt að 1800 á dag.

Við ræðum við Hildi Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem skoraði á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra að víkja úr þriggja manna hópi sem er ætlað að vinna úr skýrslu Innri endurskoðunar um framúrkeyrsluna í Braggamálinu.

Flugumferð um Gatwick flugvöll er að komast í eðlilegt horf eftir að umferð um völlinn stöðvaðist vegna dróna og mótmælendur héldu áfram uppteknum hætti í Frakklandi í dag og mótmæltu á götum Parísar.

Þá kynnum við okkur tímamótarannsókn sem bendir til þess að sérstakur stofn rostunga hafi verið til á Íslandi og heimsækjum organista sem hefur engan tíma til að sinna sér eða fjölskyldu sinni um jólin en yfir jólahátíðina mun hann spila í fjórtán messum í tíu kirkjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×