Enski boltinn

Pochettino þaggar niður sögusagnir

Dagur Lárusson skrifar
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino. vísir/getty
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, hefur þaggað niður sögusagnir þess efnis að hann verði næsti stóri Manchester United í nýjasta viðtali sínu við Sky.

 

Pochettino hefur nánast stanslaust verið orðaður við stjórastöðu Manchester United eftir að það byrjaði að hitna undir Mourinho en hann hefur nú þaggað þessar sögusagnir niður í sínu nýjasta viðtalið þar sem hann talar meðal annars um sterkt samband hans og Daniel Levy, stjórnarformans félagsins.

 

„Á fótboltahliðinni þá er allt sem við höfum byggt hér komið í sömu gæði og þar má nefna nýja völlinn og æfingarsvæðið. Þegar öllu þessu verður blandað saman þá mun koma sá tími að við munum vinna titil.“

 

„Við höfum að sjálfsögðu ekki enn unnið titil, en að mínu mati höfum við unnið meira en það. Því í byrjun fengum ég og þjálfarateymið mitt fjögurra og hálfs árs samning og það var fyrir fjórum árum síðan. Nú erum við aftur komin með þetta langan samning sem er frábært afrek og við erum svo ánægðir með það. Að ná því er frábært afrek og merki um framgang félagsins.“

 

„Vettvangurinn sem við höfum skapað hér er það mikilvægasta, vettvangurinn milli þjálfara, unglingaakademíunnnar og aðalliðsins.“

 

„Ég Daniel tölum mikið saman, samskipti okkar á milli eru mjög góð. Auðvitað erum við ekki alltaf sammála, það er venjulegt.“

 

„Hann hefur mikla reynslu af því að stýra þessi félagi og við erum hreinlega tveir knattspyrnuáhugamenn að reyna að finna bestu lausnirnar fyrir félagið fyrir framtíðina.“

 

„Mikið af mismunandi hlutum gerast innan knattspyrnufélaga og því þarf ég oft að hlusta á hann og vera sammála en á sama tíma þarf hann oft að vera sammála mér. Samband okkar er mjög gott.“

 

„Oft lítur það út að knattspyrnustjórinn og stjórnarformaðurinn séu verstu óvinir, en það er alls ekki raunin í okkar tilviki.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×