Enski boltinn

Klopp: Við gætum þurft 105 stig

Dagur Lárusson skrifar
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að lið hans gæti þurft að fá 105 stig til þess að landa Englandsmeistaratitlinum í vor.

 

Liverpool situr á toppi deildarinnar með 48 stig eftir 18 leiki en þetta er langbesta byrjun Liverpool í deildinni frá upphafi en þrátt fyrir það þá er liðið harðri baráttu við Manchester City.

 

Jurgen Klopp býst við því að samkeppnin muni halda áfram fram á síðasta keppnisdag og því þurfi lið hans mögulega að fá 105 stig.

 

„Hingað til þá lítur þetta út fyrir að vera mjög sérstakt tímabil fyrir okkur, 48 stig úr 18 leikjum er magnað.“

 

„En það eru önnur lið. Chelsea, City og Tottenham halda líka áfram að vinna og þess vegna eru þau með svipað mörg stig. Ekkert af þessum liðum niður í fimmta, sjötta sætið eru að missa stig. Þess vegna þurfum við mögulega að landa 105 stigum til þess að verða meistarar.“

 

„Við vitum hversu góðir við erum og við erum á góðri leið, en við verðum að gefa öðrum liðum virðingu og þess vegna munum við ekki byrja að fagna fyrr en við höfum ástæðu til þess að fagna.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×