Enski boltinn

Emery segir Özil eiga framtíð hjá Arsenal

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Özil og Emery.
Özil og Emery. vísir/getty
Unai Emery, stjóri Arsenal, segir ekkert til í sögum þess efnis að Mesut Özil gæti verið á förum frá Lundúnarliðinu þegar opnað verður fyrir félagaskipti í janúar.

Özil var ekki í leikmannahópi Arsenal þegar liðið tapaði fyrir nágrönnum sínum í Tottenham í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í vikunni og þessi þýski miðjumaður hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá liðinu síðan Emery tók við stjórnartaumunum síðasta sumar.

Emery var spurður út í framtíð Özil á blaðamannafundi í gær en Arsenal mætir Burnley í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 

„Ég vil alla leikmenn sem hafa rétta hugarfarið til að hjálpa okkur. Hann hefur það og við getum nýtt okkur gæði hans og karakter. Við þurfum Mesut Özil,“ sagði Emery og sagði skiljanlegt að Özil hafi verið svekktur að komast ekki í hóp í vikunni.

„Allir leikmenn vilja spila og hjálpa liðinu þegar við þurfum á þeim að halda. Það eru allir svekktir þegar þeir fá ekki að spila. Ég hef sagt honum hvað við þurfum frá honum og hann er í 18 manna hópnum um helgina.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×