Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Formaður VR býst við að fleiri verkalýðsfélög komi í samflot með Eflingu, VR og Verkalýðsfélagi Akraness sem vísuðu kjaradeilu sinni við samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í dag. Rætt verður við Ragnar Þór í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig fjöllum við um stöðuna í bandarískum stjórnmálum en allt leikur á reiðiskjálfi eftir að Trump tilkynnti að hann ætli að draga herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi og jafnvel Afganistan. Varnarmálaráðherra hefur sagt af sér embætti vegna málsins.

Við fjöllum um dróna og hættuna sem fylgir þeim í nánd við flugvelli en ekki er enn vitað hvaðan drónarnir komu sem stöðvuðu alla umferð við Gatwick flugvöll í London í gær og skoðum stjórnarfrumvarp um Þjóðarsjóð sem liggur nú fyrir á Alþingi.

Einhverjir tóku forskot á sæluna og fóru í skötuveislu í hádeginu, við sláumst í för og tékkum á stemningunni í miðbænum í þessu fallega veðri sem er búið að vera í dag.

Þetta og margt fleira í stútfullum fréttapakka í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×