Enski boltinn

Fyrsta viðtalið við Solskjær: „Þetta er eins og að koma heim“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær var í viðtali við heimasíðu United í dag.
Solskjær var í viðtali við heimasíðu United í dag. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, nýráðinn bráðabirgðarstjóri Manchester United, er spenntur fyrir tækifærinu sem hann fékk og segir að þetta sé eins og að snúa heim.

Solskjær tók við stjórnartaumunum hjá United í gær eftir að Jose Mourinho var rekinn á þriðjudaginn.

„Þetta er frábært. Þetta er eins og að koma heim. Þetta hafa verið skrýtnir dagar en það er frábært að sjá alla aftur,“ sagði Ole Gunnar í viðtali við heimasíðu Manchester United

„Þetta eru sex mánuðir og ég ætla að njóta ferðalagsins. Nú snýst þetta um að hitta leikmennina og hitta þjálfaranna. Ég ætla að vera ég sjálfur.“

„Ég veit að félagið er nú að leita að næsta stjóra svo ég ætla að vera ég sjálfur ásamt hinum í þjálfarateyminu. Ég ætla að láta leikmennina njóta fótboltans og ég hlakka til að sjá stuðningsmennina aftur.“

Það er þétt dagskrá framundan hjá Ole Gunnar og hans mönnum en hann er spenntur fyrir jólatörninni.

„Þetta er hópur af frábærum leikmönnum og eru á aldrinum 23-24 ára. Þeir munu fá tækifæri til að sýna öllum að þeir eru hæfir til að spila fyrir Manchester United.“

„Þetta snýst um að vinna leiki. Það er mitt og starfsliðsins að hjálpa leikmönnunum að gera það. Við viljum sjá þá spila fótboltann sem þeir geta.“

Viðtalið í heild sinni við Solskjær má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×