Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Sveitarstjórnarlög og lög um opinber skjalasöfn voru brotin í ferlinu við endurgerð braggans í Nauthólsvík. Koma hefði mátt í veg fyrir framúrkeyrsluna ef gerðar hefðu verið úrbætur í samræmi við ábendingar frá árinu 2015. Fjallað verður um Braggamálið svokallaða í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig er rætt við forstjóra Landspítalans í samhengi við minnisblað sem Landlæknir hefur sent heilbrigðisráðherra vegna ástandsins á Landspítalanum. Landlæknir segir biðtíma og álag á starfsfólk óviðunandi.

Miklar líkur eru á að Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness muni vísa kjaradeilu félaganna og Samtaka atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á morgun. Rætt verður við framkvæmdastjóra SA og formann Starfsgreinasambandsins í fréttunum. Einnig hugum við að jólunum og hvernig megi spara pening með því að kaupa notuð jólaföt og notaðar jólagjafir - og halda sannkölluð endurvinnslujól.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×