Fótbolti

Chiellini: Þurftum meistara eins og Ronaldo

Anton Ingi Leifsson skrifar
Chiellini er himinlifandi með að Portúgalinn sé mættur.
Chiellini er himinlifandi með að Portúgalinn sé mættur. vísir/getty
Varnarmaður Juventus, Giorgio Chiellini, segir að í fyrstu hafi hann ekki trúað því að félagið gæti klófest Cristiano Ronaldo frá Real Madrid.

Eftir smá umhugsun snérist honum hugur og sagði að félagið sitt væri alltaf að stækka og stækka. Þetta hafi á endanum tekist.

„Þegar ég heyrði fyrst sögna um Ronaldo þá sagði ég við vini mína að þetta væri ómögulegt. Eftir einn dag þá hugsaði ég að kannski væri þetta möguleiki,” sagði Chiellini við ESPN.

„Með okkar stjóra, þennan framkvæmdarstjóra. Þá er þetta raunverulegt. Juventus er að stækka ár eftir ár og við þurftum meistara eins og Cristiano.”

„Við erum spenntir og erum tilbúnir að vinna með honum. Allir í klúbbnum; leikmennirnir, fólkið sem sér um markaðsmálin, framkvæmdarstjórinn. Það eru allir tilbúnir að stíga næsta skref og reyna að ná okkar takmarki.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×