Erlent

Stálu hákarli og dulbjuggu sem barn

Samúel Karl Ólason skrifar
„Sem betur fer vissi þjófurinn hvað hann var að gera.“
„Sem betur fer vissi þjófurinn hvað hann var að gera.“
Lögreglan í Texas hefur handtekið tvo menn fyrir að stela hákarli úr lagadýrasafni í San Antonio. Annar mannanna tók hákarlinn upp úr búri sínu, fyrir allra augum, vafði hann í blautt handklæði og slapp út með því að dulbúa hákarlinn sem barn í barnavagni. Annar maður og kona var með hinum handtekna en konan er einnig sögð hafa verið handtekin en hún hefur ekki verið kærð. Myndband náðist af þjófnaðinum.



Almenningur hjálpaði lögreglunni að finna manninn sem tók hákarlinn upp úr búrinu og fundust fjölmargar fiskategundir í búrum heima hjá honum. Hákarlinn, sem heitir Frú Helen, er kominn aftur í lagadýrasafnið og er hún sögð vera að jafna sig, samkvæmt BBC.





Frú Helen er svokallaður Hornháfur og er ekki stór. Hún er þó sögð í góðu ástandi.

„Sem betur fer vissi þjófurinn hvað hann var að gera,“ sagði lögreglustjórinn Joseph Salvaggio. Hann sagði blaðamönnum að þegar honum barst fyrst tilkynning um að þjófar hefðu dulbúið hákarl sem barn hefði hann haldið að um brandara væri að ræða.

Hann varð þó fljótt sannfærður um að svo væri ekki og brást lögreglan hratt við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×