Innlent

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Settur dómsmálaráðherra segir að vegna einstrengingslegrar afstöðu dómnefndar um hæfni dómara og það tímahrak sem nefndin setti hann í, hafi hann ekki átt annan kost en að skipa þá héraðsdómara sem nefndin taldi hæfasta. Hann segir mikilvægt að fleiri komi að tilnefningum í dómnefndina til að fyrirbyggja klíkumyndun í vali á dómurum.

Fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þá sýnum við frá óveðrinu sem geisaði á höfuðborgarsvæðinu í morgun og fjöllum um tvo bruna í íbúðarhúsum í nótt, en einn liggur enn á gjörgæslu eftir annan þeirra. Loks fjöllum við um fyrirhuguð fiskeldisáform í Eyjafirði, sem Landssamband veiðifélaga gagnrýnir harðlega.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×