Enski boltinn

Ferguson áfram á gjörgæslu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ferguson er áfram á Salford sjúkrahúsinu.
Ferguson er áfram á Salford sjúkrahúsinu. vísir/afp
Sir Alex Ferguson er áfram á sjúkrahús eftir að hafa gengist undir aðgerð á laugardag eftir að hafa fengið heilablóðfall á heimili sínu fyrr þann daginn.

Þessi 76 ára gamli fyrrum stjóri Man. Utd mun verða eitthvað áfram á sjúkrahúsi en Alex Irwin, fréttamaður Sky Sports, greindi frá þessu í morgun.

„Sir Alex mun vera áfram á gjörgæslu hér á Salford sjúkrahúsinu. Það eru engar nýjar upplýsingar um líðan hans en við vitum að aðgerðin gekk mjög vel,” skrifaði Irwin.

Manchester United sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem þeir þökkuðu fyrir þann magnaða stuðning sem Ferguson hefur fengið en fjölmargir leikmenn, stjórar og aðrir tengdir fótboltanum hafa sent stjóranum kveðjur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×