Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

ritstjórn skrifar
Sjúkraflutningamenn á Vesturlandi telja öryggi sitt ekki tryggt í þeim tilfellum þegar lögregla kemst ekki á staðnum vegna útkalls. Dæmi eru um að sjúkraflutningamenn séu beðnir um að taka niður upplýsingar og ljósmynda vettvang vegna manneklu hjá lögreglunni. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn eftir viku og stefnir í að þær verði einhverjar mest spennandi kosningar sem fram hafa farið í landinu í langan tíma. Talið er að erfiðlega gæti reynst að mynda ríkisstjórn, ekki síst þar sem kannanir benda til að flokkur Svíþjóðardemókrata komi til með bæta við sig miklu fylgi. Við ræðum við frambjóðanda flokksins í Svíþjóð.

Nýræktir bænda á Suðurlandi eru víða skemmdar ef ekki ónýtar vegna mikilla rigninga í sumar. Á bæ undir Eyjafjöllum er þrjátíu hektara nýrækt ónýt og tjón búsins vegna þess um þrjár milljónir króna sem fæst ekki bætt. „Uppskerubrestur“, segir bóndi. 

Við hittum konu sem hefur fengið í hendurnar giftingarhring sem hún týndi fyrir sex árum. Hringurinn hefur legið í rotþró.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2, en fylgjast má með útsendingunni með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×