Innlent

Tjónið mun ekki hafa áhrif á dreifingu og framleiðslu Ölgerðarinnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tilkynnt var um vatnslekann skömmu eftir klukkan 3 í nótt.
Tilkynnt var um vatnslekann skömmu eftir klukkan 3 í nótt. Vísir/Anton brink
Tjónið sem varð er heitavatnslögn rofnaði í lofti húsnæðis Ölgerðarinnar við Grjótháls í nótt mun ekki hafa áhrif á dreifingu og framleiðslu fyrirtækisins, samkvæmt upplýsingum frá Ölgerðinni.

Tilkynnt var um lekann skömmu eftir klukkan þrjú í nótt. Haft var eftir varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í morgun að mikið vatn hefði lekið af efri hæð hússins og inn á skrifstofur. Slökkviliðsmenn voru að störfum á vettvangi í um þrjár klukkustundir.

Töluvert tjón varð vegna vatnslekans en þó aðeins á skrifstofuhluta húsnæðisins. Ekki varð tjón í framleiðslurými eða lager og mun lekinn því ekki hafa áhrif á þá starfsemi Ölgerðarinnar.

Starfsmenn Ölgerðarinnar og fulltrúar tryggingafélaga hafa unnið hörðum höndum að því að meta tjónið í nótt og í morgun. Gert er ráð fyrir að umfang tjónsins ráðist á næstu dögum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×