Fótbolti

Þessir 20 koma til greina sem besti ungi leikmaður Evrópu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Langbesti ungi leikmaður Evrópu?
Langbesti ungi leikmaður Evrópu? vísir/getty
20 leikmenn koma til greina í vali á besta unga leikmanni Evrópu (e.Golden Boy award). 

Fjórir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni koma til greina en þar á meðal er Diogo Dalot, leikmaður Man Utd en leikmenn félagsins hafa þrisvar sinnum hlotið þessa nafnbót (Wayne Rooney 2004, Anderson 2008 og Anthony Martial 2015).

Kylian Mbappe hlaut nafnbótina í fyrra og kemur aftur til greina í ár. Þegar rennt er yfir listann verður að teljast ansi líklegt að hann verði aftur valinn besti ungi leikmaður Evrópu og yrði hann þá fyrsti leikmaðurinn til að hreppa verðlaunin oftar en einu sinni.

Ítalski fjölmiðillinn Tuttosport heldur utan um valið en að því standa einnig stórir íþróttafjölmiðlar frá Þýskalandi, Sviss, Portúgal, Frakklandi, Spáni, Grikklandi, Rússlandi, Hollandi og Bretlandi.

Þessir koma til greina



Kylian Mbappe, PSG 

Trent Alexander-Arnold, Liverpool 

Kelvin Amian Adou, Toulouse 

Houssem Aouar, Lyon 

Josip Brekalo, Wolfsburg 

Patrick Crutone, AC Milan 

Dani Olmo, Dinamo Zagreb 

Tom Davies, Everton 

Matthijs de Ligt, Ajax 

Diogo Dalot, Manchester Utd 

Eder Militao, Porto 

Odsonne Edouard, Celtic 

Phil Foden, Manchester City 

Gedson Fernandes, Benfica 

Amadou Haidara, Red Bull Salzburg 

Achraf Hakimi, Borussia Dortmund (Real Madrid) 

Nanitamo Ikone, Lille 

Justin Kluivert, Roma 

Dayot Upamecano, RB Leipzig 

Vinicius Junior, Real Madrid 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×