Fótbolti

Fær Lamela fyrsta tækifærið í rúm tvö ár?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lamela í búningi argentíska landsliðsins.
Lamela í búningi argentíska landsliðsins. vísir/getty
Erik Lamela gæti spilað sinn fyrsta landsleik í yfir tvö ár er Argentína spilar við Mexíkó í æfingarlei síðar í þessum mánuði.

Lamela er í landsliðshóp Argentínu sem valinn var í dag en síðast spilaði Lamela fyrir landsliðið er liðið gerði 2-2 jafntefli við Venesúela 2016.

Vængmaðurinn knái missti af HM og mörgum landsleikjum á síðasta ári vegna meiðsla á mjöðm en Argentína datt út fyrir heimsmeisturum Frakka á HM.

Argentína spilar tvisvar gegn Mexíkó síðar í þessum mánuði; fyrst í Cordoba 16. nóvember og svo fjórum dögum síðar í Mendoza.

Lamela gæti fengið enn stærra hlutverk því stærsta stjarna liðsins, Lionel Messi, er enn frá vegna meiðsla. Einnig er hann í landsleikjafríi eftir vonbrigðin á HM.

Argentína lét Jorge Sampaoli fara eftir HM í sumar en nú stýrir liðinu tímabundið Lionel Scaloni. Hann var aðstoðarmaður Sampaoli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×