Innlent

93 prósent Íslendinga nota Facebook reglulega

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Konur voru líklegri til að segjast nota Facebook, Snapchat og Instagram
Konur voru líklegri til að segjast nota Facebook, Snapchat og Instagram Vísir/Getty
93 prósent Íslendinga nota samfélagsiðilinn Facebook reglulega samkvæmt nýrri könnun MMR um samfélagsmiðlanotkun landsmanna. Þar kemur einnig fram að 67 prósent segjast nota Snapchat reglulega og 66 prósent Instagram.

Konur voru líklegri til að segjast nota Facebook, Snapchat og Instagram reglulega en hærra hlutfall karla sagðist nota Youtube og Spotify.

Notkun samfélagsmiðla fór minnkandi með auknum aldri en 81% svarenda 68 ára og eldri sögðust þó nota Facebook reglulega.

Notkun á Snapchat var mest á meðal stuðningsfólks Framsóknar-, Sjálfstæðis- og Miðflokks. Notkun á YouTube, Spotify og Instagram var hins vegar mest á meðal stuðningsfólks Pírata og Viðreisnar.

Einungis 27% bænda, sjó-, iðn-, véla- og verkafólks sagðist nota Instagram reglulega, samanborið við 42% stjórnenda og 50% sérfræðinga, tækna, afreiðslu-, þjónustu- og skrifstofufólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×