Enski boltinn

Níu ár síðan Ronaldo yfirgaf United og sjöurnar hafa ekki gert mikið síðan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo í leik með United á sínum tíma.
Ronaldo í leik með United á sínum tíma. vísir/getty
Það er níu ár síðan að Cristiano Ronaldo var seldur frá Manchester United til Real Madrid en leikmennirnir sem hafa spilað númer sjö hjá Man. Utd hafa skorað aðeins færri mörk en Ronaldo á þessum níu árum.

Ronaldo vann Meistaradeildina fjórum sinnum með Real Madrd og spænsku deildina tvisvar áður en hann ákvað að færa sig yfir til Juventus í sumar.

Eins og á sínum ferli var Ronaldo númer sjö hjá Manchester United en þeir sem hafa farið í sjöuna síðan þá hafa ekki verið að gera það gott.

Michael Owen, Angel Di Maria, Memphis Depay og Alexis Sanches hafa spilað í sjöunni síðan að Ronaldo fór og samanlagt hafa þeir skorað þrettán deildarmörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×