Erlent

Átján fórust í þyrluslysi í Síberíu

Atli Ísleifsson skrifar
Þyrlan tilheyrði rússneska flugfélaginu Utair.
Þyrlan tilheyrði rússneska flugfélaginu Utair. Vísir/AP
Átján manns eru látnir eftir að þyrla hrapaði í norðvesturhluta Síberíu í Rússlandi í nótt. Talsmenn yfirvalda segja þyrluna hafa verið af gerðinni MI-8 og hrapað um 180 kílómetrum frá nænum Igarka í Krasnoyarsk-héraði.

Alls voru átján manns um borð – fimmtán farþegar og þriggja manna áhöfn – og fórust allir um borð. Í frétt BBC  kemur fram að þyrlan hafi verið að flytja verkamenn að olíuvinnslustöð.

Svo virðist sem að spaðar þyrlunnar hafi skömmu eftir flugtak rekist í farm sem önnur þyrla var að flytja. Við það hrapaði þyrlan til jarðar og mikill eldur braust út. Lögreglurannsókn er hafin á slysinu.

Báðar þyrlurnar tilheyra rússneska flugfélaginu Utair.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×