Erlent

Steven Seagal gerður að erindreka Rússlands

Bergþór Másson skrifar
Vladimir Pútín og Steven Seagal
Vladimir Pútín og Steven Seagal Vísir/Getty
Rússland hefur ráðið hasarleikarann Steven Seagal sem sérstakan erindreka sinn í tengslum við Bandaríkin. Utanríkisráðuneyti Rússlands tilkynnti þetta á Facebook síðu sinni í dag.

Samkvæmt ráðuneytinu er hlutverk Seagal að „sjá um tengsl Rússlands og Bandaríkjanna í mannúðarmálum og þar á meðal samstarfi í menningarmálum, listum, æskulýðsstarfi og opinberum málefnum.“

Seagal er þekktur Rússlandsvinur og eru hann og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, miklir vinir. Þeir eiga það meðal annars sameiginlegt að vera miklir áhugamenn um bardagaíþróttir.

Sjá einnig: Pútín og Seagal snúa bökum saman

Seagal fékk rússneskan ríkisborgararétt árið 2016 og hefur ítrekað stutt umdeilda pólítík Rússlandsforseta opinberlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×