Innlent

Mældu borgarísjaka norður af Selsskeri

Samúel Karl Ólason skrifar
Borgarísjakinn.
Borgarísjakinn. Guðmundur St. Valdimarsson
Áhöfn varðskipsins TÝR sigldi að borgarísjaka sem staddur er 19,5 sjómílur Norðnorðaustur af Selsskeri og mældi hann. Samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni er ísjakinn líklega strandaður og gæti hann verið hættulegur sjófarendum. Hins vegar sjáist hann vel á ratsjá.

Stærð borgarísjakans var mæld með sextand og reyndist hann 315 metra langur, 70 metra breiður og 44 metrar á hæð.

Thorben J. Lund skipherra mælir stærð ísjakans með sextant.Guðmundur St. Valdimarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×