Erlent

Kona stungin í hálsinn í Manchester

Sylvía Hall skrifar
Viðbúnaður var í kringum hótelið eftir árásina.
Viðbúnaður var í kringum hótelið eftir árásina. Twitter/Anthony Hilton
Tvítug kona var stungin í hálsinn á hóteli í Manchester í morgun. Konan hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi, en sex hafa verið handteknir í tengslum við árásina.

Vopnaðir lögreglumenn voru sendir að Hilton hótelinu á tólfta tímanum í dag eftir að fórnarlambið hafði náð að láta lögreglumenn vita af sér. Fjórir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir, sem og tvær konur á aldrinum 17 og 20 ára.



Konan hljóp öskrandi út af hótelinu og þrír menn voru handteknir fljótlega eftir árásina. Sjónarvottur sem gekk framhjá hótelinu segist hafa séð „vel klædda konu á þrítugsaldri“ sem virtist hafa verið skorin á háls. Þá voru um fimmtán lögreglubílar á svæðinu, bæði venjulegir og ómerktir.

Talsmenn lögreglunnar á svæðinu segja árásina ekki hafa verið hryðjuverk og að árásarmennirnir hafi haft tengsl við konuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×