Fótbolti

Lið Beckham stofnað í næstu viku

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
David Beckham hefur ekki yfirgefið fótboltaheiminn
David Beckham hefur ekki yfirgefið fótboltaheiminn vísir/getty
David Beckham mun setja á laggirnar nýtt fótboltalið snemma í næstu viku samkvæmt heimildum BBC.

Beckham á að baki afar farsælan fótboltaferil með Manchester United, Real Madrid og fleiri stórum liðum. Hann hefur í nokkurn tíma unnið að því að koma á laggirnar sínu eigin fótboltaliði sem mun hafa höfuðstöðvar í Florídafylki í Bandaríkjunum og spila í bandarísku MLS deildinni.

Nú greina fjölmiðlar frá því að liðið verði formlega stofnað í næstu viku, fjórum árum eftir að Beckham hóf vinnu við félag sitt.

Liðið mun verða í Miami borg, en meðal þess sem tafði framkvæmdir voru mótmæli íbúa við staðsetningu leikvangs félagsins, en fjölmörgum uppástungum Beckham var hafnað af íbúunum. Nú virðist það þó allt vera komið á hreint.

Beckham þekkir vel til MLS deildarinnar, en hann var á mála hjá LA Galaxy frá 2007-2012, en var á þeim tíma lánaður til A.C. Milan tvö tímabil. Hann á að baki 719 leiki á ferlinum og 115 landlseiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×