Innlent

Írsku farandverkamennirnir mættir í Reykjanesbæ

Birgir Olgeirsson skrifar
Úr Reykjanesbæ.
Úr Reykjanesbæ. Vísir/GVA
Lögreglunni á Suðurnesjum hefur borist tilkynningar frá íbúum í Reykjanesbæ um útlendinga sem hafa boðist til að hreinsa stéttir og önnur viðvik gegn gjaldi. Hvetur lögreglan íbúa í Reykjanesbæ til að afþakka öll slík boð þar sem þessi aðferð hefur verið notuð í þjófnaðarskyni. 

Fjallað hefur verið nokkuð ítarlega um komu þessara farandverkamanna. Vísir greindi frá því í gær að þeir væru um þrjátíu talsins og einhverjir þeirra tengjast fjölskylduböndum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hvort hópurinn sé hluti af skipulagðri glæpastarfsemi en nöfn einhverra þeirra hafa verið tengd við Rathkeale Rovers á Írlandi en samtökin eru skilgreind sem glæpasamtök í landinu. Síðast fréttist af mönnunum á Akureyri og eru þeir nú komnir í Reykjanesbæ. 

Lögreglan hefur rætt við mennina en þeir hafa heimildir til að dvelja og starfa, eftir settum reglum, þar sem þeir séu innan evrópska efnahagssvæðisins sem Ísland á aðild að. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×