Fótbolti

Ronaldo hefur enga trú á Messi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ronaldo með boltana sína fimm
Ronaldo með boltana sína fimm Vísir/Getty
Cristiano Ronaldo segist ekki viss um að Lionel Messi verði á meðal fimm hæstu leikmannanna í kjörinu um besta leikmann ársins. Hann telur sig eiga skilið að vinna gullboltann eftirsótta.

Gullboltinn, Ballon d'Or, verður afhentur 3. desember. Þrjátíu leikmenn voru tilnefndir til verðlaunanna, þar á meðal Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.

Báðir hafa tekið gripinn heim fimm sinnum, oftar en nokkur annar í rúmlega sextíu ára sögu verðlaunanna. Síðustu tíu ár hefur enginn annar komist að en Ronaldo eða Messi og Portúgalinn vann verðlauninn síðustu tvö ár.

Í viðtali við France Football sagði Ronaldo að hann vildi að sjálfsögðu vinna sjötta titilinn en hann sé þó ekki heltekinn af því.

„Ég veit að ég er einn af bestu leikmönnum sögunnar. Að sjálfsögðu vil ég vinna sjötta titilinn, ef ég segði eitthvað annað væri ég að ljúga,“ sagði Ronaldo.

„Mér finnst ég eiga það skilið.“

Hann var spurður að því hverjir verði að slást um verðlaunin við hann svaraði Ronaldo:

„Þeir sömu og vanalega, jafnvel þó ég vit ekki hvort Messi verði á palli þetta skiptið.“

„Segjum Salah, Modric, Griezmann, Varane, Mbappe. Frakkarnir þar sem þeir eru heimsmeistarar.“

„En það á eftir að koma í ljós hvort þessir leikmenn nái að halda sér á toppnum næstu tíu ár eins og við Messi erum búnir að gera,“ sagði Ronaldo.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×