Erlent

Laun toppanna 120 falt hærri

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA.
Í verðmætustu bresku fyrirtækjunum fá æðstu stjórnendur hærri laun fyrir þriggja og hálfs dags vinnu, heldur en venjulegur breskur launamaður vinnur sér inn á einu ári. Greint er frá þessu á vef The Guardian sem vitnar í óháða rannsókn á launagapinu.

Samkvæmt rannsókninni þéna topparnir tæpar 500 milljónir íslenskra króna á ári en venjulegir launamenn um 4 milljónir íslenskra króna. Laun toppanna eru um 120 sinnum hærri.

Vinstri menn gagnrýna Theresu May forsætisráðherra fyrir að hafa hætt við að skylda fyrirtæki til að hafa fulltrúa starfsmanna í stjórn. Markmiðið var að með því yrði meira gagnsæi hvað varðar kjör æðstu stjórnenda. May hafði áður harðlega gagnrýnt launagapið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×