Fótbolti

Vildi ekki koma til síns gamla félags af því að það spilar á gervigrasi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Naismith.
Steven Naismith. Vísir/Getty
Skoskur landsliðsmaður í fótbolta treysti sér ekki til að æfa og spila á gervigrasi vegna aldurs síns og þeirra meiðsla sem hann hefur gengið í keppnum á ferlinum.

Steven Naismith lék á sínum tíma með Rangers og Everton og hefur spilað 45 landsleiki fyrir Skotland. Naismith er orðinn 31 árs gamall og er í dag í eigu Norwich.





Naismith meiddist á liðböndum í ökkla í upphafi þessa tímabils og hafði ekki spilað með Norwich síðan í ágúst. Til að koma sér í leikform á ný valdi hann að leita að tækifærum annarsstaðar.

Naismith fór því á láni frá Norwich og til greina kom að fara til hans fyrsta félags sem er Kilmarnock. Hann treysti sér ekki til þess og fór frekar til Hearts.

„Stærsta ástæðan fyrir því að ég fór ekki til þeirra var gervigrasið. Það var vegna aldurs míns og meiðslanna sem ég hef gengið í gegnum á mínum ferli,“ sagði Steven Naismith.

„Ég get ekki æft á gervigrasi á hverjum degi. Það er ekki gott fyrir skrokkinn á þér og ég finn fyrir því í nokkra daga á eftir. Þetta verður enn verra þegar þú verður eldri,“ sagði Naismith.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×