Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18:30. Mynd/Stöð 2
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Björgólf Jóhannsson sem ákvað að axla ábyrgð og stíga til hliðar sem forstjóri Icelandair eftir að félagið sendi frá sér afkomuviðvörun í gærkvöldi.

Einnig verður rætt við dyraverði, félaga dyravarðarins sem ráðist var á síðustu helgi, sem segja ofbeldi hafa aukist í miðborginni og að öryggi dyravarða sé ekki tryggt. Hópur manna réðst á dyravörðinn aðfaranótt sunnudags og hefur fengið staðfest að hann hlaut mænuskaða í árásinni.

Einnig verður fjallað um mál Séra Þóris Stephensen í kvöldfréttum en hann viðurkennir að hafa brotið kynferðislega á tólf ára gamalli stúlku fyrir 65 árum. Hann kveðst hafa iðrast brota sinna alla tíð en hann hafi beðist fyrirgefningar bæði fyrir guði og mönnum. 

Við ræðum einnig við dómsmálaráðherra um áhrif brota á ríkisborgararétt en mál Litháa sem ekki fær ríkisborgararétt vegna hraðasekta hefur vakið mikla athygli.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar kl. 18:30

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×